Einkaflugnám

Duration: 10 vikur
No of Students: Bóklegt 260.000 kr / 1.625.000 með 45 flugtímum og verklegri kennslu.

Einka­flug­nám­skeið – PPL(A) Pri­vate Pilot Course

Áttu þér draum um að stýra flugvél og verða flugmaður?
Að loknu einka­flug­­námi öðlast þú rétt­indi til að geta flogið hvert á land sem er, við sjón­flugs­skilyrði að degi til.

Kennsluform:Nám með vinnu
Lengd náms: 10 vikur (bóklegt)
Tengiliður: Tommy Raavnas

Innsýn í námið

Traust og gott nám

Námið hefst á kynn­is­flugi þar sem nem­andi fær innsýn í flugnámið.  Nem­andi getur haldið áfram verk­námi, þrátt fyrir að vera ekki búinn að sitja bóknám, en mælst er til með að hefja bóknám sem fyrst.

Bók­námið er skipu­lagt sem 8-10 vikna kvöldnám, sem líkur með bók­legum prófum hjá Sam­göngu­stofu.  Jafn­framt mun nem­andi læra að fljúga ein­hreyfils flugvél og lýkur námi með verk­legu flug­prófi.  Að því loknu getur einka­flugmaður flogið með vini og vanda­menn end­ur­gjalds­laust.

Stundun þarf einka­flugmaður að fá mis­munaþjálfun vegna flug­vélar með túr­bínu, flug­vélar með skipti­skrúfu, flug­vélar með upp­drag­an­legan hjóla­búnað og flug­vélar með loftþrýsti­búnað.  Einnig þarf einka­flugmaður að sitja nám­skeið til að fá leyfi fyrir flug að nóttu – næt­ur­flugs­áritun.

Allir kenn­arar skólans eru starf­andi atvinnuflug­menn hjá íslenskum flugrek­endum og/​eða starf­andi sérfræðingar á viðkom­andi sviði.

Bóklegt nám

Bók­legt nám­skeið er haldið tvisvar sinnum á ári, ávalt í byrjun Jan og Sept.

Bók­lega námið felst í 150 klst nám­skeiði sem kennt er í kvöld­skóla. Innifalið í verði er aðgangur að kennslu­kerfinu námsnet og kennslu­efni (PPL) bækur og taska. Öll Önnur kennslu­gögn s.s. plotter, flu­g­reiknistokkur og sjón­flugskort og fl.

Verð: 260.000 kr

Einkaflugmannspakki A (Tecnam P2002JF)

Innifalið í einka­flug­mann­spakka A er:

150 klst, bókleg kennsla, próf í 10 vikna staðnámi, ásamt PPL (A) bókum, gögnum, tösku, flugleiðsögu­stiku, rennistokk og sjón­flugskorti, útgáfa flugnem­a­heim­ildar (áður sóló­skír­teini).

Verkleg 45 klst. PPL(A) kennsla á Tecnam P2002JF.

Verð: 1.625.000 kr