Samtvinnað atvinnuflugnám

Duration: 24 mánuðir
No of Students: 20 laus pláss 2019

Nám fyrir þig með atvinnu­mögu­leika um allan heim.
Atvinna og áhugamál sam­einuð í skemmti­legu námi og starfi.

Kennsluform:Dagskóli
Lengd náms:4 annir

Innsýn í námið

Áhugamál og atvinna

Sam­tvinnað atvinnuflugnám eða ATPL(A) Integrated nám, er ætlað þeim sem ekki hafa hafið flugnám og vilja verða atvinnuflug­menn. Námið sam­an­stendur af ítar­legu námi í bók­legum fræðum, ásamt fimm aðskildum áföngum í verk­námi, sem eru sett upp samhliða bók­námi.

Fyrsta flug­skír­teini sem nem­andi öðlast að loknu námi er atvinnuflug­manns­skír­teini, ásamt viðeig­andi árit­unum í blind­flugi á fjöl­hreyfla­flugvél og vottun um nám í áhafna­sam­starfi.

Námið í heild sinni tekur allt að 24 mánuði að klára að meðaltali, en það fer eftir fram­vindu nem­enda í námi og verður námið að vera lokið innan 36 mánuði frá upp­hafi náms sam­kvæmt ákvæðum reglugerðar.

 

Almennar upp­lýs­ingar

Að loknu námi

Flug­skóli Íslands hefur leyfi Sam­göngu­stofu til að starfa sem samþykktur flug­skóli sam­kvæmt sam­evr­ópskum reglugerðum um flug.  Að loknu námi fá nem­endur útgefið atvinnuflug­manns­skír­teini (Part FCL), ásamt áritun til flugs í blind­flugi og á fjöl­hreyfla flug­vélar og vottun á áhafna­sam­starfi (MCC).   Skír­teinið veitir flug­manni rétt­indi til að stunda atvinnuflug gegn greiðslu og getur flugmaður sótt um vinnu innan aðilda­ríkja evr­ópska efna­hagssvæðisins (EES ríkja).  Atvinnu­mögu­leikar flug­manna með Part FCL atvinnuflug­manns­skír­teini eru því miklir og fjöl­breyti­legir.

Brautarlýsing

Kennarar

Flug­skóli Íslands er með fjöl­marga reynslu­mikla kennara, sem margir hverjir hafa starfað við kennslu í bók­legum og verk­legum áföngum í flugi í yfir áratug.  Margir kenn­arar eru jafn­framt starf­andi atvinnuflug­menn hjá íslenskum flugrek­endum og/​eða starf­andi sérfræðingar á sínu sviði í viðkom­andi áfanga.

Sjá nánari kröfur í skipu­lagi náms hér að neðan.

Umsókn­ar­frestur fyrir haust 2018 er til og með 30.júní.

áms­tími tekur 12-36 mánuði.  Innifalið í náminu er:

  • 822 klst. bókleg kennsla í staðnámi.
  • Bækur og gögn fyrir bóklegan hluta
  • Einkennisfatnaður.
  • 201,5 klst verkleg þjálfun og kennsla
  • Lánshæft hjá LÍN fyrir 3 annir, samkvæmt lánareglum þeirra hverju sinni.

Verð náms: 9.650.000 kr

ATH. Skrán­ing­ar­gjald, sem ekki er hluti náms­gjalds, er óend­urkrefj­an­legt 150.000 kr.  Skrán­ing­ar­gjald við und­ir­ritun samn­ings er óend­urkræft og er ætlað til standa straum af kostnaði vegna vinnslu umsóknar, bak­grunnskoðunar og öfl­unar leyf­is­veit­ingar fyrir nem­anda á örygg­issvæði flug­valla – flug­vallarpassa.

 Heildarverð í íslenskum kr. 9.650.000
 Skráningargjald , sem er óafturkræft gjald, greiðist við samning náms *  150.000*
 2 vikum fyrir upphaf bóklegs BASIC IATPL hluta náms  650.000
 2 vikum fyrir upphaf bóklegs ADVANCED IATPL hluta náms 2.000.000
Mánaðarlegar greiðslur fyrir flugþjálfunarhluta fasa 1-4, eftir að nám hefst – greitt er fyrir flogna tíma flogna tímar eftirá samtals;** 6.350.000
2 vikum fyrir upphaf flugþjálfunarhluta fasa 5 í IATPL náms 500.000
Áður en lokaútskriftarskjal (CoC) er gefið út, er greitt fyrir útistandandi kostnaði sem ekki er innifalinn í námsgjaldi og er t.d umfram flugtímar, kennaralaun vegna aukakennslu eða prófakostnaðar. Greitt er samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni. ???  Útistandandi greiðsla

Athugið: Gjöld Samgöngustofu og prófdómara, ásamt leigu á flugvéla vegna próftöku er ekki innifalinn.

Athugsemdir við upphæðir og greiðsluáætlun

*  Skrán­ing­ar­gjald við und­ir­ritun samn­ings er óendurkræft og er ætlað til að standa straum af kostnaði vegna vinnslu umsóknar, bak­grunnsskoðunar og öfl­unar leyf­is­veit­ingar fyrir nem­anda á örygg­issvæði flug­valla – flug­vallapassa.

**  Mánaðarlegt upp­gjör miðast við mánaðarmót hvers fasa 1-4 í verk­námi, á flognum flug­tímum og kennslu eftirá.  Nem­andi þarf að leggja fram banka­ábyrgð fyrir 1.500.000 kr. vegna fasa 1-4.

Ath.1  Ef flognir eru fleiri tímar en nám­skeiðslýsing (lág­marks­tímar) segir til um, skal greiða sér­stak­lega fyrir þá tíma á gild­andi gjald­skrá.  Prófa­gjöld Sam­göngu­stofu svo og gjöld verk­legra próf­dómara, ásamt end­ur­tektar­próf hjá Flug­skóla Íslands, skal greiðast sér­stak­lega af nem­anda til viðkom­andi aðila og eru ekki hluti af þessum samning.

Ath. 2 Upp­gjör vegna slita á samn­ingi er eft­ir­far­andi;

  • Ekki er endurgreidd bókleg kennsla sem hafin er (BASIC / ADVANCED ).
  • Ekki er endurgreitt fyrir fasa 5 (MCC) sem hafin er.
  • Greiða þarf fyrir alla kennslu, svo og flugtíma sem flognir hafa verið fyrir slit á samningi.

Að loknu upp­gjöri verður hægt að fella niður banka­ábyrgð vegna fasa 1-4 í verk­námi með samþykki Flug­skóla Íslands..