Piper Archer DX

Tvær Piper Archer DX vélar sem komu til landsins í lok ágúst.

Flugvélarnar tvær bera skráninguna TF-IFH og TF-IFI, eða „Ingi Friðrik Halldór“ og Ingi Friðrik Ingi“.

Eru notaðar i Blindflugskennslu 

Flugvélarnar verða notaðar við blindflugskennslu hjá Flugskóla Íslands í atvinnuflugmannsnámi og eiga þær sérstaklega eftir að nýtast vel í samtvinnaða atvinnuflugmannsnáminu.

Hafa flugþol upp á 8 klukkustundir

Með Piper-flughermi og tveggja hreyfla Piper Seminole flugvél mun Flugskóli Íslands geta boðið upp á Piper-umhverfi í allri blindflugskennslu.

Þá verður eldsneytiskostnaðurinn einnig lægri samanborið við sambærilegar vélar en nýju Piper Archer DX vélarnar eyða aðeins 5 gallonum á klukkustund sem skilar 850 mílna drægni (1.570 km) á fullum tönkum með flugþol upp á 8 tíma.

Alls var ferðalagið um 4.800 mílur sem samsvarar 8.889 kílómetrum

Piper Archer DX er nýjasta kynslóð af Archer-vélinni sem kom fyrst á markaðinn sem Piper Challenger árið 1971 en nafni vélarinar var breytt í Archer þremur árum síðar.

Vélarnar eru búnar sparneytnum Continental CD-155 dísel mótor og koma með fullkomnum Garmin 1000 flugleiðsögutækjum með Aspen EFD 1000 flugleiðsögutæki til vara.

Cessna 152 II – 2 sæta flugvél

  • Verð: 23.990 kr

Tecnam P2002JF – 2 sæta flugvél

  • Verð: 23.990 kr

Cessna 172 SP – 4 sæta flugvél

  • Verð: 27.850 kr

Piper Archer DX

  • Verð: 29.990 kr

Piper Seminole PA-44-180 – 4 sæta flugvél

  • Verð: 66.900 kr

Verð miðast við klukkustund án kennara.