Áhafnasamstarf MCC

Teacher: Jóhannes Bjarni Guðmundsson

Nám­skeið til áhafna­sam­starfs – MCC, verður haldið 06. – 09. Nóvember 2018.

Fyr­ir­vari er gerður um lág­marks­fjölda nemenda á námskeið.

Námskeiðslýsing

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél), þarf nemandinn að læra nýjar venjur og nýjar samskiptareglur. Starfsreglur um borð í slíkum flugvélum, eru ólíkar því þeim flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns. Námskeiðið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra. Námskeiðið snýst um að læra undirstöðu samstarfsins s.s.; Sameiginlega ákvarðanatöku, samskipti, verkaskiptingu, notkun gátlista, gangvirkt eftirlit, og stuðning í gegnum alla þætti flugsins undir venjulegum og óvenjulegum aðstæðum sem og í neyðartilvikum. Allt eru þættir sem eru yfirleitt ekki hluti af tegundaáritunum fjölstjórnarflugvéla og er því námskeið í áhafnasamstarfi skylda samkvæmt reglugerð um skírteini að, flugmenn fái slíka þjálfun.  Námskeiðið skiptist í tvennt;

25 klst. bóklegt undirbúningsnámi, sem skiptist í;

  • 3 kvöld (15 klst) og 2 klst. bóklega kennslu á undan og eftir hverjum tíma í verknámi (10 klst.).  Samtals eru það 25 klst. í bóknámi.

20 klst. verknám í ALX 21 flugaðferðarþjálfa – Þotuútgáfu.

  • 5 skipti (4 klst) í flugaðferðarþjálfa  (ásamt 2 klst. bóklega kennslu á undan og eftir verktíma (10 klst.))

Allt náms­efni er innifalið í nám­skeiðsgjaldi.

Inntökuskilyrði

  • Handhafi að CPL(A) skírteini
  • Handhafi að blindflugsáritun á fjölhreyfla flugvél ( ME IR ).

Afrit af skír­teini ásamt árit­unum verða að fylgja umsókn, til þess að hún teljist gilda.

Ath. Nemendur í Samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi hjá Flugskóla Íslands, þurfa að hafa lokið öllum prófum hjá Samgöngustofu í ATPL auk þess að hafa lokið 4 fasa verknáms og eru því undir öðrum inntökuskilyrðum í námið.

Skráning

Skráning fer ein­göngu í gegnum vefsíðu skólans –

Skráning hér á námskeið

 

 

Verðskrá