Einkaflugmannsnám

Einkaflugmannsnám - PPL(A) Private Pilot Course

Áttu þér draum um að stýra flugvél og verða flugmaður og geta flogið með vini og vandarmenn ánægjunnar vegna?   Að loknu einka­flug­­námi öðlast þú rétt­indi til að geta flogið hvert á land sem er, við sjón­flugs­skilyrði að degi til.

 • Kennsluform: Nám með vinnu
 • Lengd náms: 12 vikur á virkum dögum frá 18:00-22:00
 • Aldur : 16 ára lágmarksaldur.  Ath. ósjálfráða einstaklingar þurfa skriflegt samþykki forráðamanna fyrir umsókn í námið.
 • Heilbrigðisvottorð fluglæknis : A.m.k. 2 flokkur
 • Menntunarkröfur:  Hafa lokið grunnskóla með næga kunnáttu í ensku og stærðfræði til að skilja bóklegt námsefni á ensku.
 • Staðsetning bóknáms: Flatahraun 12 – Hafnarfjörður,
 • Staðsetning verknáms: Flugskóli Íslands – Verkleg deild
 • Tengiliður: Yfirkennari verklegrar deildar

Einkaflugmannsnám er heilstætt nám þ.e. bóknám og verknám, samkvæmt framkvæmt er samkvæmt reglugerð um skírteini flugmanna (Part FCL), sem útgefin er af Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) og innleidd á Íslandi í gegnum samning um Evrópska efnahagssvæðið – EES samning. 

Skírteinið lýtur að öllum reglum Evrópusambandsins og ríkjum EFTA ( Evrópubandalagsríkin, auk Noregs og Lichtenstein ) og getur því handhafi einkaflugmannsskírteinis Part FCL því fljúga einkaflug um öll ofangreind ríki, svo fremur farið er eftir reglum þeirra.   Handhafi slíks skírteinis má fljúga endurgjaldslaust (þ.e. ekki þiggja greiðslu fyrir flugið) með vini og vandamenn á þeim tegundum flugvéla sem hann/hún hefur hlotið þjálfun og vottun til að fljúga.

Námið hefst á kynn­is­flugi þar sem nem­andi fær innsýn í flugnámið.  Nem­andi getur haldið áfram verk­námi, þrátt fyrir að vera ekki búinn að sitja bóknám, en mælst er til með að hefja bóknám sem allra fyrst.  Bók­námið er skipu­lagt sem 12 vikna kvöldnám (18:00-22:00) á virkum dögum, sem líkur með bók­legum prófum hjá skólanum.  Lágmarkseinkunn í hverju fagi, sem eru 9 talsins, er 75% eða 7,5.  Að því loknu öðlast nemandinn prófaheimild skólans til að þreyta bóklegt próf til einkaflugmannsskírteinis hjá Sam­göngu­stofu.

Verknámið er skipulagt af verklegum flugkennurum í viðkomandi deild.  Nem­andi mun læra að fljúga ein­hreyfils flugvél í u.þ.b. 45 klst. og lýkur verknámi með 2 klst. verk­legu flug­prófi hjá tilnefndum prófdómara yfirvalda. 

Að því loknu getur nemandinn sótt um að fá skírteini einkaflugmanns og flogið með vini og vanda­menn end­ur­gjalds­laust, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um nýlega færni í flugi og samkvæmt þeim réttindum sem skírteinið veitir s.s. sjónflug að degi til eða að nóttu.

 • Aldur : 16 ára lágmarksaldur.  Ath. ósjálfráða einstaklingar þurfa skriflegt samþykki forráðamanna fyrir umsókn í námið.
 • Heilbrigðisvottorð fluglæknis : A.m.k. 2 flokkur
 • Menntunarkröfur:  Næg kunnátta í ensku og stærðfræði til að skilja bóklegt efni.

Bók­legt nám­skeið er að jafnaði haldið tvisvar sinnum á ári, ávalt í byrjun Janúar og September.

Bók­lega námið felst í 100 klst. ( 150 kennslustundir ) nám­skeiði sem kennt er í kvöld­skóla.  Bóklegir kennarar eru jafnframt starfandi flugkennarar skólans, að öllu jöfnu.

Námið byggist á 9 fögum þar sem lokapróf er þreytt í, bæði skólapróf og hjá Samgöngustofu;

Skammstöfun

Enskt heiti fags

Íslenskt heiti fags

LAW

Air Law and ATC procedures

Lög og reglur um loftferðir og flugstjórnaraðferðir

AGK

Aircraft general knowledge

Almenn þekking á loftförum

PERF

Flight performance and planning

Afkastageta og áætlanagerð

HUM

Human Performance

Mannleg geta

MET

Meteorology

Flugveðurfræði

NAV

Navigation

Flugleiðsaga

POF

Principles of Flight

Flugfræði

OPS

Operational Procedures

Verklagsreglur í flugi

COM  

Communications

Flugfjarskipti

Innifalið í verði námskeiðs er;

 • 100 klst. bókleg kennsla undir leiðsögn kennara
 • Aðgengi að kennslu­kerfi skólans – Námsnetið  (aðgengið er á meðan á námskeiðinu stendur)
 • PPL bækur á ensku – Trevor Thom / Air Pilots Manuals
 • Taska
 • Önnur kennslu­gögn s.s. plotter, flu­g­reiknistokkur og sjón­flugskort.

Bóknámið líkur með prófum í hverju fagi, þar sem lágmarkseinkunn er 75% eða 7,5 til að standast fagið.  Staðinn fög veita nemanda heimild til að sækja lokapróf yfirvalda – Samgöngustofu í hverju fagi, til samræmis við prófareglur.  (sjá – Samgöngustofa bókleg próf ).

Nemandi verður að ljúka öllum skólaprófum og prófum Samgöngustofu innan 18 mánaða frá upphafi námskeiðs, að öðrum kosti þarf nemandi að sækja frekari þjálfun til að öðlast nýja prófaheimild.  Prófaheimild skóla er gild í 1 ár í senn og verður endurnýjuð innan ofangreinds tíma af prófstjóra skólans.

Ef nemandi lýkur ekki öllum prófum hjá Samgöngustofu innan 18 mánaða, þarf nemandi að koma með útskrift frá Samgöngustofu til þess að skólinn geti metið þarfir nemanda á endurþjálfun.

Verklegt nám byggir á að lágmarki 45 klst. á flugi, með og án flugkennara eftir tilvikum og þar af að m.a. 25 fartímum með kennara og 10 einflugstímum.  Námið byggir á staðarflugi (local) þar sem æfðar eru t.d. lendingar og flugtaksæfingum á flugvelli með mismunandi tækni, flugæfingar í æfingasvæði, svo og yfirlandsflugi.  

Að loknu verklegu námi þarf nemandinn að standast 1,5 klst. verklegt flugpróf með prófdómara.  Skilyrði fyrir útskrift úr verknámi, er að hafa lokið öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu áður en reynt er við verklegt flugpróf.

Réttindi handhafa einkaflugmannsskírteinis að loknu námi er að stjórna þeim flugvélum sem hann hefur réttindi á, án þess að taka greiðslu fyrir. T.d. er einkaflugmanni óheimilt með öllu að auglýsa flug eða gefa til kynna á einhvern hátt að hann bjóði uppá farþega-, útsýnisflug eða verkflug gegn gjaldi. Öll slík starfsemi er leyfisskyld. Í einkaflugi er þó áfram heimilt að skipta eldsneytiskostnaði enda fellur einn hluti kostnaðar á flugmanninn sjálfan sem þarf að geta sýnt fram á það við Samgöngustofu.

Til að mega flytja farþega þurfa flugmenn áður að hafa framkvæmt 3 flugtök og 3 lendingar á síðustu 90 dögum á viðkomandi tegund loftfars. Réttindi skv. einkaflugmannsskírteini eru háð því að flugmaður hafi einnig í gildi heilbrigðisvottorð.  

Skírteini einkaflugmanns rennur því ekki út í sjálfu sér, heldur áritanir sem hann er með í skírteinininu.  Áritanir eru gildar í 2 ár í senn, að uppfylltum vissum skilyrðum. 

Einkaflugmannspakki A

Einkaflugmannspakki A (Tecnam P2002JF)

Innifalið í einkaflugmannspakka A er:

150 klst, bókleg kennsla, próf í 10 vikna staðnámi, ásamt PPL (A) bókum, gögnum, tösku, flugleiðsögustiku, rennistokk og sjónflugskorti, útgáfa flugnemaheimildar (áður sólóskírteini). Verkleg 45 klst. PPL(A) kennsla á Tecnam P2002JF.

 

Einkaflugmannspakki B

Einkaflugmannspakki B (Cessna 172 SP)

Innifalið í einkaflugmannspakka B er:

150 klst. bókleg kennsla, próf í 10 vikna staðnámi, ásemt PPL(A) bókum, gögnum, tösku, flugleiðsögustiku, rennistokk og sjónflugskorti, útgáfa flugnemaheimildar (áður sólóskírteini). Verkleg 45 klst. PPL(A) kennsla á Cessna 172 SP.

Athugið: Gjöld Samgöngustofu og prófdómara, ásamt leigu á flugvéla vegna próftöku er ekki innifalinn.

Hafðu samband við skrifstofu og fáðu tilboð í einkaflugspakka –  lilja@flugskoli.is