Flugkennaranám FI (A)

Duration: 10 vikur

Flug­kenn­aranám – FI(A) Flight Instructor Course

Áttu þér draum um að kenna á flugvél og verða betri flugmaður?
Að loknu flug­kenn­ara­námi öðlast þú rétt­indi til að kenna til einka­flug­manns­rétt­inda og síðar, með meiri reynslu, til atvinnuflug­manns og ýmissa áritana. Kenn­ara­árit­anir eru í heildina 8 að tölu.

Kennsluform:Bóklegt og verklegt
Lengd náms:10 vikur (bóklegt)
Tengiliður: Tommy Raavnas

Gullið tækifæri til að fá fleiri flugtíma og reynslu

Námið hefst á því að setja sig í sam­band við yfir­flug­kennara verk­legrar deildar og fara í verk­legt inn­tökuflug­próf innan við 6 mánuði fyrir upphaf námsins.

Bók­námið fyrir flug­kenn­ara­námið er skipu­lagt sem 8-10 vikna kvöldnám, sem lýkur með bók­legum prófum hjá skól­anum.  Jafn­framt mun flug­kenn­ara­nem­andi læra að kenna flu­gæf­ingar á ein­hreyfils flugvél með til­nefndum flug­kennara og með öðrum flug­kenn­ara­nema. Náminu lýkur með verk­legu flug­prófi hjá til­nefndum próf­dómara Sam­göngu­stofu.  Að því loknu getur flug­kennari kennt til ýmissa skír­teina og rétt­inda, að til­skyldu því að hann/​hún hafi leyfi og reynslu á því sviði sam­kvæmt reglugerð.

Innifalið í náminu er:

Bókleg kennsla í 10 vikna staðnámi, náms­bækur og gögn.

30 klst. verkleg þjálfun á Tecnam P2002JF flugvél ( og spunaæf­ingar á Cessnu ).  Ef nem­andi óskar eftir annari tegund flug­vélar við kennslu, þarf að greiða mis­muna­kostnað flug­vélaverðs (C172SP).

Athugið: Gjöld Samgöngustofu og prófdómara, ásamt leigu á flugvéla vegna próftöku er ekki innifalinn.

Verðskrá