Samtvinnað atvinnuflugnám

Duration: 24 mánuðir

Hefurðu áhuga á að verða atvinnuflugmaður og geta starfað við atvinnuflug í Evrópu.  Námið er krefjandi og krefst mikils sjálfsaga og vinnu við að ná settu markmiði.  Að loknu námi öðlast þú atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað við atvinnuflug hjá evrópskum flugrekanda.

Kennsluform;

 • BASIC hluti – kvöldnám í staðnámi – 18:00-22:00 alla virka daga
 • ADVANCED hluti – dagnám í staðnámi – 08:30-15:00 alla virka daga
Lengd náms: 4 annir

Staðsetning: Flatahraun 12 – Hafnarfjörður

 
 

 
 

http://www.keilir.net/flugakademia/namsframbod/atvinnuflug/umsokn-i-samtvinnad-atvinnuflugmannsnam

Flug­skóli Íslands hefur leyfi Sam­göngu­stofu til að starfa sem samþykktur flug­skóli sam­kvæmt sam­evr­ópskum reglugerðum um flug.

Umsókn um atvinnuflugnám

 Flugakademía Keilis festi kaup á Flugskóla Íslands fyrr á árinu 2019 og er þar með eini flugskóli á landinu sem býður upp á nám til atvinnuflugmanns. Þrátt fyrir kaupin er stefnt á að bjóða upp á bóklegt nám bæði á Ásbrú og á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni, auk þess sem verkleg þjálfun verður í boði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Umsókn um atvinnuflugnám fer fram á heimasíðu Keilis (www.flugakademia.is) en næst verða teknir inn nemendur í maí og september 2019. Nánari upplýsingar og skráning í nám hér – SKRÁNING.

Flug­skóli Íslands er með fjöl­marga reynslu­mikla kennara, sem margir hverjir hafa starfað við kennslu í bók­legum og verk­legum áföngum í flugi í yfir áratug. Margir kenn­arar eru jafn­framt starf­andi atvinnuflug­menn hjá íslenskum flugrek­endum og/eða starf­andi sérfræðingar á sínu sviði í viðkom­andi áfanga.

Sam­tvinnað atvinnuflugnám eða ATPL(A) Integrated nám, er ætlað þeim sem ekki hafa hafið flugnám og vilja verða atvinnuflug­menn. Námið sam­an­stendur af ítar­legu námi í bók­legum fræðum, ásamt fimm aðskildum áföngum í verk­námi, sem eru sett upp samhliða bók­námi.

Fyrsta flug­skír­teinið sem nem­andi öðlast að loknu námi er EASA Part FCL atvinnuflug­manns­skír­teini, ásamt viðeig­andi árit­unum í blind­flugi á fjöl­hreyfla­flugvél og vottun um nám í áhafna­sam­starfi.

Námið í heild sinni tekur allt að 24 mánuði að klára að meðaltali, en það fer eftir fram­vindu nem­enda í námi og verður námið að vera lokið innan 36 mánuði frá upp­hafi náms sam­kvæmt ákvæðum reglugerðar.

Námslýsing – PDF

Til að geta sótt um námið þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi kröfur.  Umsóknir eru ekki teknar gildar nema að eftirfarandi gögn berist með umsókn og þá í PDF formi;
 

Við upphaf samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms skal umsækjandi:

 • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate)
 • Hafa náð 18 ára aldri.
 • Hreint sakarvottorð
  Við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun.
  Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
 • Standast Skimun og viðtal sem fer fram í flugakademíu Keilis.
  • Persónuleikapróf (Psychometric test) og Flughæfnispróf (Pilot Aptitude test)

ATH.  Jafnframt þarf umsækjandi að geta staðist bakgrunnsskoðun yfirvalda vegna flugvallaraðgengis.

SÆKJA UM – HÉR

Bók­lega námið er skipt í tvo áfanga, BASIC og ADVANCED hluta. Að öllu jöfnu, eru allir bóklegir kennarar jafnframt starfandi sem flugkennarar skólans og/eða sem starfandi atvinnuflugmenn hjá íslenskum flugrekendum.

BASIC hluti

BASIC hluti námsins er haldið tvisvar sinnum á ári, í byrjun Janúar og September og fer fram á kvöldin frá 18:00-22:00 alla virka daga í 12 vikur.  9 grunnfög eru kennd, auk annara faga.  Nemandi þarf að þreyta bókleg próf í hverju fagi hjá skólanum, til að öðlast rétt til að skrá sig í ADVANCED hluta námsins og er lágmarkseinkunn 7,5 (75%) til að geta staðist fagið.  Námið er kennt kvöld­skóla og kennt er alla virka daga frá 18:00-22:00.

ADVANCED hluti

ADVANCE hluti námsins er haldinn 1 sinni á ári, í byrjun sept og stendur til loka maí ( 2 annir).  Námið byggir á 14 fögum þar sem lokapróf er þreytt í hverju fagi, bæði skólapróf og hjá Samgöngustofu.  Til að geta öðlast prófaheimild skólans til prófa hjá Samgöngustofu, þarf nemandi að hafa staðist hvert fag með a.m.k. 75% eða 7,5 í lágmarkseinkunn.  Prófaheimild er gild í 1 ár í senn.  Nemandi þarf að hafa lokið öllum 14 prófum hjá Samgöngustofu innan 18 mánaða frá fyrstu tilraun þar.

Jafnframt mun nemandi sitja sérstök námskeið, s.s. í áhafnasamstarfi (MCC).

Toggle Content

Að loknu námi fá nem­endur útgefið atvinnuflug­manns­skír­teini (Part FCL), ásamt áritun til flugs í blind­flugi og á fjöl­hreyfla flug­vélar og vottun á áhafna­sam­starfi (MCC). Skír­teinið veitir flug­manni rétt­indi til að stunda atvinnuflug gegn greiðslu og getur flugmaður sótt um vinnu innan aðilda­ríkja evr­ópska efna­hagssvæðisins (EES ríkja). Atvinnu­mögu­leikar flug­manna með Part FCL atvinnuflug­manns­skír­teini eru því miklir og fjöl­breyti­legir.

Nánari upplýsingar um verð námsins er að finna undir verðskrá Keilis.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám (IPPP – Integrated Professional Pilot Program) kostar € 77.990. / 10.349.273 kr.