Flugvellir

Flugvellir

Allir skráðir flugvellir í Flugmálahandbók Flugmálastjórnar Íslands eru samþykktir, þó með þeim fyrirvara að leita skal samþykkis afgreiðslu flugdeildar Flugskóla Íslands fyrir notkun á hálendisflugvöllum.  Hálendisflugvellir og nokkrir aðrir teljast varasamir eftir árstíðum.

Flugmenn eru beðnir að kynna sér nýjasta NOTAM frá Notam skrifstofunni á heimasíðu Flugmálastjórnar hverju sinni sem þeir fara í flug, til að sjá hvort einhverjar takmarkanir eru á notkun flugvalla.  Einnig eru flugmenn hvattir til að kynna sér flugvellina, s.s. lengd, tegund, takmarkanir, tíðnir, hindranir, eldsneytismál og símanúmer flugvallavarða áður en lagt er af stað í viðeigandi kafla AIP.

Flugskóli Íslands vill minna á ábyrgð flugstóra / flugnema að kynna sér vel ástand flugvalla með öruggum hætti , ÁÐUR EN LENT ER Á FLUGVELLI AÐ HAUSTI , VETRI eða VORI.

Ef einhver óvissa er fyrir hendi, REYNIÐ EKKI AÐ NOTA FLUGVÖLLINN.  Hafið samband við Notam skrifstofu eða umsjónarmann flugvallarins samkvæmt AIP til að fá upplýsingar um ástand flugvallarins.

SPYRJIÐ AÐRA FLUGMENN, FLUGKENNARA, FLUGVALLARSVIÐ FMS, ÁBYRGÐARAÐILA FLUGVALLAR EÐA LÖGREGLU Á STAÐNUM UM ÁSTAND FLUGVALLAR. 

 

FÁIÐ SAMÞYKKI AFGREIÐSLU FLUGDEILDAR TIL AÐ NOTA VARASAMA FLUGVELLI.