Fullveldi Íslands 100 ára

Fullveldi Íslands 100 ára.

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu, frostaveturinn mikli, Kötlugos, Spánska veikin sem herjaði á landsmenn og hungursneið. Ótrúlegt hvað þjóðin fór í gegnum þetta ár, en náði einnig með öllum þessum hamförum að semja við dani um fullveldi.

Flugsaga Íslands hófst nokkrum mánuðum síðar eða 3.september 1919, er flugvél fyrsta flugfélags á Íslandi, Flugfélag Íslands, hóf sig á loft í af íslenskri grundu af túnbletti í Vatnsmýrinni suður af Reykjavík í fyrsta sinn. Flugfélag Íslands hafði staðið fyrir kaupum á henni og var hún af gerðinni Avro 504K.  Flugvélin hafði verið smíðuð í Bretlandi, en keypt frá Danmörku og kom til landsins með skipi. Þarna var um að ræða tveggja sæta kennsluvél, AVRO 504K, sem upphaflega var í eigu breska flughersins og bar ennþá einkennismerki og raðnúmer flughersins, H2545.  Flugmaðurinn var danskur, Cecil Faber að nafni.  Þeir stóðu fyrir flugsýningum og útsýnisflugi með farþega í tvö sumur, en var Flugfélag Íslands var lagt niður á árið 1920 og flugvélin seld úr landi. Sumarið 1920 var flugmaður vélarinnar Vestur-Íslendingur að nafni Frank Fredericksen.

Til hamingju Ísland!