Gott að vita

Fjármögnun

Hvernig get ég fjármagnað námið mitt ?

Á Íslandi er flugnám eingöngu fjármagnað af námskeiðsgjöldum og því er það á höndum nemenda að verða sér út um fjármögnun fyrir námi.  Ekki er lánað fyrir námi af hálfu skólans, en nemendum er bent á að leita til síns viðskiptabanka.

Samtvinnað atvinnuflugnám  er lánshæft samkvæmt lánareglum Lánasjóðs Íslenskra námsmanna – LÍN.

LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA – LÍN

Lánasjóður Íslenskra Námsmanna

 

Lánasjóður Íslenskra Námsmanna, er þjónustustofnun í eigu ríkisins og undir lögsögu menntamálaráðuneytis. Sjóðurinn veitir nemendum lán til samkvæmt gildandi lögum og reglum sem um sjóðinn gildir.  Starfsemi sjóðsins er fjármögnuð með endurgreiðslum námslána, ríkisframlagi af fjárlögum og lánsfé.

Flugskóli Íslands hefur fengið samþykki stjórnar LÍN fyrir efirfarandi sérnámi;

  • Samtvinnað Atvinnuflugnám – heilstætt nám

Afganginn verður neminn að fjármagna á annan hátt, til dæmis með því að setja upp námsmannlínureikning hjá Landsbanka Íslands.