Tvær Piper Archer komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í gær er Flug­skóli Íslands fékk í hend­urnar tvær splunku­nýjar kennslu­vélar sem lentu á Reykja­vík­ur­flug­velli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Banda­ríkj­unum.

Um er að ræða tvær Piper Archer DX flug­vélar sem koma beint úr kass­anum frá Piper-verksmiðjunum í Flórída en flug­vél­unum tveimur var flogið sam­tímis til landsins á aðeins fimm dögum.

Það voru fjórir þaul­reyndir flug­menn sem héldu utan vestur um haf til Flórída þann 7. ágúst til þess að sækja flug­vél­arnar fyrir Flug­skóla Íslands en flug­menn­irnir eru þeir Óli Öder, Sigurður Ásgeirsson, Hákon Öder Ein­arsson og Andri Jóhann­esson.

Það kom ýmsi­legt upp á í ferðinni en þó ekkert sem tengdist fluginu sjálfu þar sem flugið gekk allan tímann mjög vel fyrir sig en verst var þó veðrið á leiðinni á milli Baff­ins­eyju og Græn­lands og þá var lægð og töluverð ókyrrð á milli Græn­lands og Íslands.