Hraðleið í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress

Flugakademía Keilis/Flugskóli Íslands og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

Um hraðleið er að ræða “Fast Track to First Officer Program” sem er opin fyrir bæði núverandi og útskrifaða nemendur Flugakademíu Keilis/ Flugskóla Íslands og nýtist sér í lagi þeim nemendum sem hafa fáa flugtíma að baki til að komast í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress. Samkvæmt samkomulaginu fá nemendur í þjálfun laun frá fyrsta degi, auk þess sem flugfélagið sér nemendum fyrir gistiaðstöðu.

Kynningarfundur með SunExpress

Upplýsingafundur með SunExpress fer fram í aðalbyggingu Flugakademíu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 14:00.

Áhugasömum er bent á að skrá þátttöku á fundinn hér ; SKRÁNING

Takmarkað sætaframboð er um að ræða. Flugfélagið SunExpress er í eigu og rekið í samstarfi við Turkish Airlines og Lufthansa, sem eru bæði stór flugfélög á heimsvísu. Flugfélagið starfrækir alls 61 Boeing 737NG farþegaþotur og sjö Airbus A330 frá starfsstöðvum á Antalya, Izmir, Ankara og Istanbul.

Fulltrúar SunExpress verða á fundinum og munu svara spurningum þátttakenda. Nemendur eru beðnir um að mæta í einkennisbúning skólans eða viðeigandi fatnaði. 

Lykil upplýsingar

Hraðleið úr flugnema í atvinnuflugmann

Nútímavæddur flugvélakostur (Boeing B737 og Airbus A330)

Launuð starfsþjálfun

Þú ræður hvernig framhaldinu er háttað (self-sponsored type rating or training bond)

Fjölbreytt leiðakerfi og áfangastaðir

Starfsmannaafsláttur á Star Alliance flugleiðum (90% afsláttur af farmiðum)