Læknisskoðun

Öllum hand­höfum flugliðaskír­teina er skylt að vera hand­hafar sér­staks Part-MED heil­brigðisvottorðs. Að lok­inni full­nægj­andi heil­brigðisskoðun hjá fluglækni, sem fer fram í sam­ræmi við kröfur Part-MED, gefur fluglæknir út 1. eða 2. flokks heil­brigðisvottorð.  Gild­is­tími 1. og 2. flokks heil­brigðisvottorða er mis­mun­andi.

Læknisskoðun fer fram hjá skráðum fluglækni sem hlotið hefur þjálfun og hefur leyfi Samgöngustofu til þess.  Öflun heilbrigðisvottorðs er ein af skyldum skírteinishafa til að öðlast og viðhalda skírteini sínu. Fluglæknar sem til þess hafa leyfi, fara eftir gildandi reglugerð um heilbrigðisskoðun fyrir skírteinishafa.  Heilbrigðisvottorð hafa mismunandi gildistíma, en hann fer eftir tegund vottorðs og aldri viðkomandi einstaklings.

Heilbrigðisvottorð sem gefið er út samkvæmt gildandi reglugerð, styðst m.a. við eftirfarandi kröfur;

  1. Líkamshreysti og andlegt heilbrigði
  2. Sjón- og litaskynjun
  3. Heyrn
  4. Hjartastarfsemi
  5. Önnur líkamsstarfsemi s.s. nýru, meltingafæri, þvagfæri o.s.fr

Fluglæknar – upplýsingar

Fluglæknar eru læknar er hafa til þess sérstakt leyfi Samgöngustofu til að starfa við og veita heilbrigðisvottorð til útgáfu skírteina Samgöngustofu.  Ekki dugir að fara til annara lækna fyrir heilbrigðisskoðanir flugmanna.

Á síðu Samgöngustofu má finna lista og aðrar upplýsingar um samþykkta fluglækna ;

Tengill:  www.samgongustofa.is/flug/nam-og-skirteini/skirteini/fluglaeknalist

Ábendingar til flugnema

ATH.  Þeir flugnemar sem ætla að hefja flugnám, verða að vera komnir með a.m.k. 2 flokks læknisvottorð áður en farið er í fyrsta einliðaflug (sólóflug).  Þeir nemendur sem eru að fara í samtvinnað atvinnuflugmannsnám, þurfa að öðlast 1.flokks læknisvottorð, áður en skráning í námið fer fram. Flugskóli Íslands mælir með að sækja það hjá fluglæknum í Fluglæknasetrinu í Álftamýri 1,  s: 551 6900 – rafpóstur: aeromed@simnet.is, en þeir hafa leyfi Samgönguyfirvalda til fyrstu læknisskoðunar atvinnuflugmanna.

Einnig mælir Flugskóli Íslands með að allir sem hafa tekið sér kynningartíma og huga á áframhaldandi námi, nái sér í læknisvottorð hið fyrsta.  Það hjálpar með að skera úr um heilbrigðisástand einstaklings, áður en ákvörðun um áframhaldandi flugnám er tekin og of mikill kostnaður hefur hlotist hjá einstaklingi í öflun réttinda sem hann getur svo ekki öðlast.

Flugnemar skulu ávalt hafa læknisvottorð með sér, en læknisvottorð er hluti af skírteinum flugmanna.  Án þess má flugmaður ekki fljúga.