Upprifjunarnámskeið FI / IRI 28.- 29. maí 2019

Flugskóli Íslands/Keilir heldur 2 kvölda upprifjunarnámskeið flugkennara FI/IRI. Námskeiðið er ætlað þeim flugkennurum sem þurfa að uppfylla ákvæði Part FCL reglugerðar um skírteini og ætla sér að halda við eða að endurnýja flugkennaravottun sína.  Að loknu námskeiði verður gefin út skjal af hálfu Flugskóla Íslands til staðfestingar á setu námskeiðs og nota ber við endurnýjun flugkennaravottunar. Námskeið er haldið með fyrirvara um lágmarksþáttöku. Skráning fer eingöngu fram í gegnum heimasíðu skólans.


ATH: Starfsmenntasjóður FÍA styrkir félagsmenn FÍA á námskeið, miðað við úthlutunarreglum starfsmenntasjóðsins
Afrit af útskrift námskeiðs og kvittun vegna námskeiðsgjalda er forsenda endurgreiðslu starfsmenntasjóðs FÍA.
ATH.  Reglugerðarákvæði er að sitja báða daga námskeiðs.

Inntökuskilyrði: Að vera eða hafa verið handhafi FI / IRI flugkennaravottunar.

Tími námskeiðs : 28.maí – 29.maí 2019, 17:00-22:00.

Staðsetning:  Flatarhrauni 12, Hafnarfirði, skólastofu Flugskóla Íslands, 

Leiðbeinendur : Haukur Gunnarsson, Hlynur Ólafsson.

Verð:  22.000 kr., greiðist við skráningu

Skráning fer eingöngu fram hér í gegnum heimasíðu skólans – SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ. Ath. Afrit af flugskírteini skal fylgja með umsókn.

Dagskrá námskeiðs

Dagskrá námskeiðs er haldin í samræmi við ákvæði Part FCL og AMC1 FCL.940.FI(a)(2) og verður farið yfir eftirfarandi efni á námskeiðinu.

 1. Nýjar eða núgildandi reglur eða reglugerðir, með áherslu á Part FCL og starfrækslu loftfara.
 2. Kennslufræði
 3. Kennslutækni
 4. Hlutverk kennara
 5. Breytingar á landsreglugerðum i flugi
 6. Mannleg geta
 7. Flugöryggi, forvarnir vegna flugatvika og flugóhappa
 8. Flugmennska
 9. Lagaleg úrræði í flugkennslu og framkvæmd þeirra
 10. Færni í flugleiðsögu, með áherslu á nýjan eða núverandi leiðsögubúnaði
 11. Að kenna blindflug
 12. Veðurfarsleg atriði ásamt öflun þeirra
 13. Hvert það atriði sem skólinn eða samgönguyfirvöld vilja koma á framfæri