Útskrift IATPL 2019

Miðvikudaginn 22.maí 2019 kl 14:00, munu fyrstu bekkir samtvinnaðs náms atvinnuflugmanna hjá Flugskóla Íslands útskrifast frá bóklegu námi hjá skólanum eftir strangan vetur. Útskriftin verður haldin hátíðlega í Háskólabíó, sal 1.

Fjölskylda og aðstandendur nemenda, ásamt öðrum velunnurum, eru velkomin að mæta í útskriftina.

Nemendum ber að mæta eigi síðar en 13:40 og vera snyrtileg í einkennisfötum flugnámsins. Reiknað er með að athöfnin taki 1 klst og í lok athafnarinnar verður hópmyndataka á sviði.